Forsvarsmenn ICAN, Aaron Siri, eru fulltrúar breiðs hóps vísindamanna frá helstu háskólum Bandaríkjana sem eru í málaferlum þar sem leitast er við að fá skjölin opinberuð sem fyrst. Þess má geta enn og aftur að það tók FDA einungis 108 daga að yfirfara yfir 400.000 blaðsíður frá Pfizer til að veita fyrirtækinu markaðsleyfi fyrir Comirnaty.
Fyrir hönd skjólstæðings óskaði fyrirtækið mitt eftir því að Lyfjastofnun birti öll gögn sem Pfizer sendi inn til að veita leyfi fyrir Covid-19 bóluefninu. Lyfjastofnun bað dómstólinn um leyfi til að þurfa aðeins að birta 500 blaðsíðum á mánuði, sem hefði tekið yfir 75 ár að birta öll skjölin.
Ég,Aaron Siri, er ánægður með að tilkynna að alríkisdómari hafnaði beiðni Lyfjastofnunnar (FDA) og skipaði Lyfjastofnun að birta öll gögnin eða 55,000 síður á mánuði og ætti að klárast á 8.mánuðum.
Þetta er mikill ávinningur fyrir gagnsæi og fjarlægir eitt af vopnum "heilbrigðisyfirvalda" að hefta aðgang af þeim gögnum sem til þarf fyrir óháða vísindamenn til að bjóða upp á lausnir og takast á við alvarleg vandamál með núverandi bólusetningaráætlun málefni sem fela í sér vöntun á ónæmi, afbrigði sem komast undan bóluefnisónæmi og eins og Sóttvarnalæknir hefur staðfest, að bóluefnin komi ekki í veg fyrir smit.
Hægt er að lesa yfirlýsinguna betur ef smellt er á linkinn fyrir neðan.
https://aaronsiri.substack.com/p/instead-of-fdas-requested-500-pages
https://www.rt.com/news/545350-fda-pfizer-vaccine-documents/
https://www.zerohedge.com/covid-19/judge-rejects-fdas-75-year-delay-vax-data-cuts-8-months
Þessu skylt þá má geta þess að Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum greiða 75% af þeim kostnaði til Lyfjastofnunnar (FDA) fyrir að fara yfir gögn lyfja áður en ákvörðun er tekin fyrir að veita markaðsleyfi. Því má segja að tengsl FDA og Lyfjaframleiðenda eru orðin óþægilega náin fjárhagslega. Oftar en ekki hafa starfsmenn FDA í stjórnunarstöðum yfirgefið vinnuveitanda sinn og gengist að atvinnutilboði Lyfjaframleiðenda sem mætti skoða sem þakklæti fyrir góða þjónustu.
Um bloggið
Þröstur R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.