FDA,bandariska lyfjastofnunin hefur óskað eftir því við alríkisdómara um að veita því frest til 2096 að opinbera COVID-19 bóluefnisgögn Pfizer að fullu vegna málaferla sem nú standa yfir í Bandaríkjunum.

Í fyrri beiðninni bað FDA um að gefa út (opinbera) 500 bls á mánuði af 330k blaðsíðna skýrslu sem Pfizer skiaði inn til FDA til að fá útgefið markaðsleyfi fyrir Comirnaty mRNA lyfinu. Það hefði tekið FDA 55 ár að birta allar 330k blaðsíðurnar en með nýrri beiðni óskar FDA nú eftir því að fá að birta gögnin eftir 75. ár eða til 2096.

 

Það tók hinsvegar FDA einungis 108 daga til að fara yfir öll gögn og gefa Pfizer markaðsleyfi fyrir Comirnaty sem er nákvæmlega sama lyfið sem það er að selja í dag en heitir Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine. Munurinn er hinsvegar sá að annað lyfið er á neyðarleyfi og Pfizer er ekki skaðabótaskyldur gagnvart þeim sem nota lyfið ef upp koma aukaverkanir. Einnig er algjörlega óvitað með langtímaáhrif mRNA lyfsins þar sem lyfið er enn á Phase III stigi enda er Pfizer-BioNTech tilgreint sem lyf á tilraunastigi. 

 

Hinsvegar er og mun Comirnaty vera á markaðsleyfi og hlýtur öðrum lögmálum en fyrirrennari þess. Comirnaty er ekki hægt að fá í dag og mun að öllum líkindum ekki vera í boði fyrr en í fyrsta lagi 2024.

 

Forsvarsmenn ICAN, Aaron Siri, eru fulltrúar breiðs hóps vísindamanna frá helstu háskólum Bandaríkjana sem eru í málaferlum þar sem leitast er við að fá skjölin opinberuð sem fyrst. Hefur Aaron óskað eftir því við alríkisdómara að gögnin verði afhent innan 108 daga sem er sá sami tími og FDA nýtti til að fara yfir 330k blaðsíður og gefa Pfizer, Comirnaty markaðsleyfi.

 

Það er dystópískt fyrir bandarísk stjórnvöld að gefa Pfizer milljarða, skylda, þröngva Bandaríkjamönnum til að taka vöru sína, banna Bandaríkjamönnum að kæra fyrir skaða, en neita samt að láta Bandaríkjamenn sjá gögnin sem liggja fyrir um leyfisveitinguna.

 

Hvað er það í þessum skjölum sem FDA / Pfizer vilja ekki opinbera?

 

Sjá hér. https://aaronsiri.substack.com/p/fda-doubles-down-asks-federal-judge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þröstur R.

Höfundur

Þröstur R.
Þröstur R.

Áhugasamur um heimsmálin og framtíð komandi kynslóða.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • England
  • bruni
  • planet
  • pv
  • loftnet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband