18.10.2021 | 12:29
Innviðir Íslands hægt og rólega að flytjast til erlendra vogunnarsjóða.
Nú hafa bæði kreditkortafyrirtækin okkar farið úr landi með stuttu stoppi hjá íslensku fjármálaelítunni.
Ekki er ætlunin að stoppa þar við og nú á að selja Mílu til erlends vogunarsjóðs. Þegar allt bitastætt hefur verið selt úr landi og ekkert verður eftir nema fólkið hvað verður þá gert? Stendur kannski til að selja Norðurljósin aftur eins segir í þjóðsögum?
https://www.vb.is/frettir/siminn-i-einkavidraedur-um-solu-milu/170954/
https://theworldnews.net/is-news/eftirlitid-med-saltpay-undir-smasja
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/08/19/thjodaroryggisrad_fundar_um_kortafyrirtaeki/
Ætli þjóðaröryggisráð fundi um sölu íslensk fjarskipti úr landi? Eitthvað segir mér samt að þetta ráð er eins pólitískt og hægt er og við munum ekki heyra orð frá því.
EFtir er stærsti bitinn á Íslandi þ.e.a.s. Landsvirkjun. Þegar orkupakkarnir 4-5-6 verða samþykktir með komandi ríkisstjórn þá mun það koma skýrt fram að Landsvirkjun má ekki vera í ríkiseigu og fyrirtækið stokkað upp og selt. Það er mín sýn að þegar það gerist þá mun BB stíga niður og hverfa bakvið tjöldin með gullgæsina undir hendinni.
Um bloggið
Þröstur R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.